24. september 2010

Reyniberjahlaup með sítrónusafa

2 kg reyniber

7,5 dl vatn

750gr sykur í per líter af saft

1-2 sítrónur

 

Venjulega eru notuð reyniber sem hafa frosið áður en þau eru tínt. Gott er að láta berin liggja í vant með svolitlu ediki í 1-2 sólarhringa eða setja þau í fyristkistuna í sólarhring til að milda bragðið af berjunum.

 

Vatn og ber eru soðin við vægan hita í lokuðum potti í u.þ.b. 30 mínútur.

Vökvinn síaður frá, mældur og soðinn í opnum potti  í 15-20 mínútur með 750 gr af sykri á móti hverjum lítra af saft og safanum úr sítrónunum.

 

Sé safinn of þunnur eftir þessa suðu má nota sultuhleypi, skv. forskrift á viðkomandi umbúðum.

 

 


Til bakaSKRIFAÐU ÁLIT ÞITT

Fyrirsögn

Álit

Hvað er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvað er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit uppskrifta

     
-->