31. ágúst 2011

Berjavín

Bláberjasnafs, rifsberjavín og sólberjasnafs, allt heimatilbúiđ.
Uppskriftin er miđuđ viđ u.ţ.b. 25 lítra lögun.

 

Öll ílát og áhöld ţurfa ađ vera mjög hrein og ţvegin vandlega upp úr viđurkenndum sótthreinsiefnum fyrir víngerđ og skoluđ í tvígang á eftir.   Tómar flöskur eru ţvegnar vel eftir notkun og síđan skolađar vandlega međ heitu vatni áđur en fyllt er á ţćr aftur.  Margir nota rúsínur og banana sem ţeir telja ađ geriđ víniđ fyllra, sem er nauđsynlegt í rifsberja- og krćkiberjavín en óţarfi í sólberja, - bláberja-  og stikkilsberjavín.   Best er ađ nota gerjunarker úr plasti fyrir 1. og 2. gerjun, en glerkút fyrir lokafellingu. 

Athugiđ ađ velja dimman stađ fyrir gerjun og lofafellingu.  Best er ađ nota vel ţroskuđ ber til víngerđar.

 

1.  Ber söxuđ, 5-6 kg saft međ hrati, nćgjanlegt í 25 lítra lögun. Ath. ađ miđađ er viđ kíló en ekki lítra.

2.  1,5 kg saxađar rúsínur  (mjög gott, en valfrjálst).

3.  3 stk vel ţroskađir bananar saxađir  (mjög gott, en valfrjálst).

4.  Sjóđiđ 6-8 lítra af vatni og leysiđ  4 kíló sykur upp í heitu vatninu.

5.  Öllu blandađ saman í gerjunarkútinn, fyllt međ vatni upp í 25 lítra.

6.  Kaliummetabisulfit (potasium – metabisulfis) er hrćrt út í blönduna (til ađ drepa villiger sem gćti veriđ međ ávöxtunum).

7.  Gernćringu hrćrt út í blönduna.

8.  Hrist vel saman, lok og vatnslás sett á kútinn og látiđ standa í u.ţ.b. 2 sólarhringa. 

9.  Vínger leyst upp skv. uppskrift á umbúđunum.  

10.  Gerjun ćtti ađ hefjast innan tveggja sólarhringa og látiđ gerjast í ca. 10 daga.   Kúturinn er hristur ţokkalega vel nokkrum sinnum á dag.

11.  Hratiđ skiliđ frá vökvanum, notiđ plastsigti. Vökvanum hellt á annan gerjunarkút gegnum grisju.  

12.  2 kíló sykur er leyst upp í sjóđheitu vatni og blandađ saman viđ. Heildarmagniđ ćtti ţá ađ vera sem nćst 25 lítrar.

13.  Hreyfiđ kútinn ekki og látiđ gerjast í myrki  í 1-3 mánuđi. Fylgist međ hvenćr gerjum hćttir og bćtiđ ţá viđ u.ţ.b. 1 mánuđi, ţannig ađ botnfall nái ađ setjast. 

14.  Vökvanum fleytt ofan af botnfallinu í glerflösku, látiđ standa í myrki helst á svölum stađ (10-15° C) í nokkra mánuđi.  Ţeir óţolinmóđu geta notađ felliefni til ađ stytta ţennan tíma. 

15.  Vökvanum fleytt ofan af botnfallinu í lokafleytingu og sett á flöskur. 

16.  Fyrir notkun er gott ađ hella víninu á karöflu, ţar sem oft verđur smávegis botnfall í flöskunni viđ stöđu, sem gruggast upp ef veriđ er ađ marghella úr sömu flöskunni. 

 

Fyrir ţá sem eru lífrćnt ţenkjandi og vilja sleppa kemiskum efnum er best ađ nota  langan tíma til ađ láta gerjun stoppa og grugg setjast.  Auđvitađ er hćgt ađ nota stoppara á gerjunina og felliefni á botnfalliđ.  Tíminn vinnur međ ţeim sem vilja sleppa kemiskum efnunum. 

 

 

 

Rabarbaravín

Undir hnappnum Uppskriftir hér á  heimsíđunni  er gömul uppskrift af rabarbaravíni, en einnig er hćgt ađ nálgast slíkar uppskriftir hjá seljenum gersetta fyrir heimatilbúin vín.  Hef heyrt ađ gott sé ađ frysta rabarbarann áđur og ađ rabarbaravín ţurfi ađ geyma í allt ađ 9 mánuđi til ađ ţađ nái ađ ţroskast og verđa bragđgott 

 

Berjasnafs og berjalíkjör

Sjálf gerđi ég tilraunir međ heimatilbúna berjasnafsa úr  fjórum mismunandi tegundum af berjum, slíkar uppskriftir hafa gengiđ eins og eldur í sinu á međal rćktenda.  Notađi einungis  300 gr af sykri í 1 kg af berjum og hellti vodka  yfir.   Ţessar uppskriftir má útfćra á ýmsan hátt međ mismunandi berjum, berjablöndum,  sykurmagni og jafnvel mismunandi tegundum af sterku víni.  Bláberjasnafs og sólberjasnafs báru af.  Sólberjalíkjörinn ţarf lengri geymslutíma eđa allt ađ 6 til 8 mánuđi til ađ verđa bragđgóđur.  Rifsberjasnafs er full súr, trúlega henta berin betur í líkjör eđa í vín og krćkiber henta alls ekki í ţennan snafs, ţar sem ţau springa ekki, ţau ţarf ađ saxa og síđan má nota saftina. Viss sjarmi er ađ hafa eitthvađ af heilum berjum eftir í snafsflöskunni, sérstaklega ef hún er glćr.  Töluverđ hefđ er fyrir slíkum berjasnöfsum víđa erlendis og eftir ađ snafsinn er kominn á flöskur eru berin notuđ til konfekt- og desergerđar, en trúlega hafa ţau legiđ í einhverju öđru en vodka!

 

Berjasnafs

1 kg af berjum

300 gr sykur

Berin og sykurinn eru sett í stóra krukku, síđan er fyllt upp međ vodka eđa öđrum sterkum vínanda, u.ţ.b. 250-300ml eđa ţannig ađ vel yfir fljóti.  Látiđ standa  í 6 – 10 vikur.  Hristiđ reglulega. Eftir 6 vikur er snafsinn siktađur og hellt yfir á flöskur.

 

Berjasnafs:

400 g ber

2 tsk hunang
˝  líter af vodka eđa annađ sterkt vín.

Skoliđ berin vandlega og frystiđ ţau. Setjiđ ţau síđan frosin á flösku, bćtiđ viđ hunanginu og helliđ vodkanum yfir.  Látiđ standa viđ stofuhita í 3-4 mánuđi.

 

Berjalíkjör:

500 g ber
1 kg sykur
1 líter vodka

Saxiđ berin og blandiđ viđ sykurinn og helliđ vodka yfir.  Helliđ öllu saman á flöskur, geymiđ á köldum stađ í 3-4 vikur.

 

Valborg Einarsdóttir


Til bakaSKRIFAĐU ÁLIT ŢITT

Fyrirsögn

Álit

Hvađ er 2+3?

Undirskrift SENDA ÞESSA FRÉTT Í TÖLVUPÓSTI

Netföng viðtakenda:


  

Skilaboð

Hvađ er 2+3?

Nafn sendanda:


yfirlit uppskrifta

     
-->