Íslenskar plöntur í garđa

 

Steindepla. Ljósm.: Björgvin Steindórsson
Útlenskir hlutir hafa löngum ţótt eftirsóknarverđir á Íslandi.  Ţannig hafa ullarpeysur keyptar í erlendum búđum ţótt mikiđ huggulegri en íslenska lopapeysan, útlenskar gallabuxur hafa fyrir löngu leyst vađmálsbrćkurnar af hólmi og í stađ íslensks brennivíns dreypa menn nú á áfengum berjasafa ćttuđum frá suđlćgari löndum, vilja jafnvel helst geta keypt ţennan berjasafa í matvörubúđum, eins og gerist og gengur í útlöndum.  Íslensk garđyrkja hefur notiđ góđs af ţessari ásókn okkar í erlend áhrif.  Innlend flóra okkar er fremur fábreytileg og ţess vegna hafa Íslendingar í gegnum tíđina veriđ ákaflega duglegir viđ ţađ ađ flytja inn erlendar plöntutegundir til ađ prófa ţćr viđ íslenskar ađstćđur.  Margar ţessara tegunda hafa fyrir löngu áunniđ sér heiđurssess í íslenskum görđum og sóma sér ţar vel.  Ţegar betur er ađ gáđ kemur ţó í ljós ađ margar tegundir í innlendu flórunni eiga fullt erindi í garđa landsmanna.  Íslensku trjátegundirnar, ilmbjörk, ilmreynir og einir hafa alla tíđ veriđ vinsćlar til notkunar í garđa, ţađ má sennilega fullyrđa ţađ ađ ekki fyrirfinnist sá garđur á landinu sem ekki inniheldur ađ minnsta kosti eina af ţessum trjátegundum.  Fjalldrapi hefur einnig veriđ notađur nokkuđ í garđa en ţó í minna mćli en fyrrnefndu tegundirnar.  Garđur sem eingöngu er prýddur trjám og runnum verđur hins vegar leiđigjarn til lengdar og nauđsynlegt ađ hressa eilítiđ upp á litadýrđina međ fjölćrum jurtum og jafnvel sumarblómum.  Innan íslenskrar flóru má finna ákaflega fallegar fjölćrar blómjurtir sem sumar hverjar hafa veriđ notađar í garđa um langa hríđ en ađrar notađar minna en efni standa til, verđur minnst á nokkrar ţeirra hér á eftir.

 

Bláklukka. Ljósm: Björgvin Steindórsson
Eyrarrós
, Epilobium latifolium, er fjölćr, dálítiđ skriđul 20 – 30 cm há planta sem vex gjarnan á áreyrum.  Blóm eyrarrósarinnar eru mjög stór, rósrauđ og skrautleg.  Hún blómstrar seinni hluta sumars og myndar ţá oft glćsilegar rósrauđar breiđur.  Ţetta er fyrirtaks garđplanta, hún vex best í fremur sendnum, rýrum jarđvegi og getur ţar dreift talsvert úr sér.  Hún sáir sér dálítiđ en ţađ er auđvelt ađ hafa hemil á henni ef ţess er ţörf. 

 

Steindepla, Veronica fruticans, er einnig fjölćr, mjög lágvaxin eđa jarđlćg planta sem er algeng um land allt.  Blóm steindeplunnar eru í íslensku fánalitunum, himinblá utantil en hvít í miđjunni og ađskilur rauđur hringur bláa og hvíta litinn.  Steindeplan er mjög smávaxin og lćtur ekki mikiđ yfir sér en blómgun hennar er mjög falleg.  Hún hentar vel til notkunar í steinhćđabeđ ţar sem sólar nýtur og jarđvegur er fremur rýr.

 

Bláklukka, Campanula rotundifolia, hefur veriđ notuđ í garđa um áratugaskeiđ, ađallega sú bláa en einnig hvítt afbrigđi bláklukkunnar sem er fremur sjaldgćft.  Bláklukkan myndar um 20-30 cm háa blómstöngla og á endum stönglanna koma svo hinar himinbláu, lútandi klukkur.  Blómgunartíminn er í júlí.  Bláklukka er, eins og svo margir ćttingjar hennar af bláklukkućttinni, nokkuđ skuggţolin og hentar ţví til dćmis vel til notkunar undir birkitrjám í görđum.

 

 

 

 

Vetrarblóm. Ljósm. Björgvin Steindórsson
Vetrarblóm
, Saxifraga oppositifolia, er af ćttkvísl steinbrjóta og er fjölćr, lágvaxin planta međ sígrćn lítil laufblöđ.  Vetrarblómiđ blómstrar eldsnemma á vorin, oftast í apríl-maí en í góđu vori stundum í mars.  Blómin eru fremur smá, fallega bleik á litinn og er blómgunin yfirleitt svo mikil ađ plantan verđur ţakin blómum.  Ţessar bleiku blómabreiđur teygja sig jafnvel upp úr snjónum á vorin og minna á ţađ ađ voriđ er á nćsta leiti.  Vetrarblómiđ ţarf fremur rýran jarđveg og hentar ákaflega vel í steinabeđ. 

 

Ljósberi, Lychnis alpina, er um 20 cm hár međ blöđ í stofnhvirfingu.  Blómin eru í ýmsum tilbrigđum viđ bleikt, allt frá hér um bil hvítu yfir í dökkbleikan lit.  Ţau eru nokkur saman í ţéttum hnapp á enda blómstönglanna og er blómgunartíminn í júlí.  Ljósberi er ljóselskur og ţolir allvel ţurrk, hentar ţví vel í sendinn og rýran jarđveg í görđum. 

 

 

 

Ljósberi. Ljósm. Björgvin Steindórsson
Engjarós
, Potentilla palustris, er af ćttkvísl muranna.  Hún er um 15-30 cm há og vex einna best í rökum jarđvegi.  Blóm engjarósarinnar eru dökkbleik yfir í dumbrautt og ţess vegna er ţetta verđmćt garđplanta, blómliturinn er ekki mjög algengur.  Blöđin eru ljósgrćn međ gráum blć og ekki síđur til skrauts en blómin, einnig eru stönglarnir rauđleitir sem eykur enn á skrautiđ.  Engjarós er ekki mikiđ notuđ í garđa enn sem komiđ er en hún er fyllilega ţess virđi ađ prófa hana.

 

Auđvitađ eru mikiđ fleiri íslenskar tegundir hentugar í garđa en ţeim verđa ekki gerđ skil í ţetta sinn.  Nú er bara um ađ gera ađ heimsćkja nćstu gróđrarstöđ, nćla sér í íslenskar plöntur og gróđursetja ţćr í görđum fyrir veturinn ţví haustiđ er sérlega góđur tími til gróđursetningar.

 

 

Guđríđur Helgadóttir, garđyrkjufrćđingur

 

 

     
-->